Kúluskíturinn í Mývatni er horfinn

Grænþörungurinn kúluskítur finnst í stórum kúlum í Japan í Akanvatni …
Grænþörungurinn kúluskítur finnst í stórum kúlum í Japan í Akanvatni og á Íslandi í Mývatni, þar sem hann er ein undirstaða lífríkisins. Frá 1921 er hann í Japan „Sérstök náttúrugersemi“ og stranglega friðaður. Dr. Árni Einarsson líffræðingur kynntist í Japan, hvernig heilt hérað lifir á aðdráttarafli þessarar gersemi er dregur að yfir hálfa milljón gesta og stendur undir mikilli kúluskítshátíð og ferðamannaframleiðslu. Þorkell Þorkelsson

„Íslendingar harma hinar undarlegu vatnskúlur.“ Kúluskíturinn í Mývatni, sem er eitt vaxtar­form grænþör­ungs í vatn­inu, er tekinn til umfjöllunar á vef National Geographic í vikunni, en svo hljóðar fyrirsögn fréttarinnar. Kúlunum hefur farið fækkandi undanfarin ár og í greininni er ekki talinn vafi leika á því að nú sé hann loks horfinn.

Gríðarlega sjaldgæf planta

Dr. Isamu Wakana, sérfræðingur um þörunga, kom langa leið frá Japan til að kafa í Mývatni og rannsaka þessa gríðarlega sjaldgæfu plöntu, kúluskítinn. Þar sem áður var grænt teppi þörunga og fjöldinn allur af hinum einkennilegu, en  þó fallegu, kúlum er nú brúnleitt silt hvert sem augað eygir. Hann teygir höndina undir botnlagið og finnur græna kúlu sem virðist hafa verið „grafin lifandi.“ Það fer ekki lengur á milli mála: Kúluskíturinn í Mývatni er horfinn.

Þörungategundin sem um ræðir heitir Aegagropila linnaei og er raunar nokkuð algeng á norðurhveli jarðar. Það er aðeins þessi tiltekna lögun plöntunnar, sem við köllum kúluskítinn, sem er svona sjaldgæf. Þetta fullkomlega kúlulaga, 10 til 15 cm, vaxtarlag þeirra er aðeins að finna á nokkrum stöðum í heiminum: Akanvatni í Japan, Svityazvatni í Úkraínu og þar til í fyrra mátti bera það augum í Mývatni, Íslandi.

Kúluskíturinn í Mývatni myndi auðveldlega teljast eitt undarlegasta plöntusamfélag heims, segir Árni Einarsson, líffræðingur og forstöðumaður Náttúrurannsóknarstöðvarinnar við Mývatn. Kúlurnar stóla á vindinn til að koma hreyfingu á vatnið. Þannig snúa öldurnar þörungunum varlega, svo rykið hreinsist af þeim og þeir njóti hver síns tíma í sólinni, en kúlurnar mynda tveggja til þriggja laga „mottu“ á botni vatnsins.

Mengun er um að kenna

Árni Einarsson og Isamu Wakana standa í þeirri trú að mengun sé sökudólgurinn fyrir slæmu ásigkomulagi kúluskítsins. Kísilnámugröftur sem hófst á sjöunda áratug síðustu aldar hafi aukið magn fosfórs og niturs í vatninu, sem var þegar mjög næringarríkt. Vegna þessa hafi bakteríuflóra vatnsins eflst á kostnað þörunganna. Námugreftri lauk 2004 en gervallt visterfið hefur áfram farið dvínandi, því vera kúluskítsins í vatninu er lirfu- og fiskitegundum mikilvæg. Fiskveiðar eru nú bannaðar í varðveisluskyni.

Þetta, og fleira um kúluskítinn, kemur fram í ítarlegri umfjöllun National Geographic, sem birtist 14. júlí s.l. Jónínu Ólafsdóttur er eignuð greinin, en hún endar með persónulegum vangaveltum hennar um komandi feril ungs líffræðings í skugga æ minnkandi líffræðilegs fjölbreytileika í heiminum. Jónína tekur fram að hún, ásamt mörgum Íslendingum, vonar að að kúluskíturinn muni aftur prýða botn Mývatns í framtíðinni.

Mývatn - Mun kúluskíturinn nokkurn tíma aftur prýða botn Mývatns?
Mývatn - Mun kúluskíturinn nokkurn tíma aftur prýða botn Mývatns? www.mats.is
Breiða kúluskíts á botni í Syðri flóa Mývatns en kúluskítur …
Breiða kúluskíts á botni í Syðri flóa Mývatns en kúluskítur er meðal sérstæðra fyrirbæra í náttúrunni og var friðaður á Íslandi árið 2006. Ljósmynd/ Isamu Wakana.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert