Lögreglan hefur haft hendur í hári tveggja karlmanna sem frömdu rán í versluninni Pétursbúð við Ránargötu í Vesturbænum í gær. Þetta segir Björk Leifsdóttir, eigandi búðarinnar. Mönnunum tókst að ræna peningum úr versluninni.
„Það er fyrir öllu að enginn slasaðist,“ sagði Björk í samtali við mbl.is í dag, og kvaðst fegin að ekki fór verr en raun bar vitni.
Um tvo unglega karlmenn var að ræða sem ógnuðu starfsmanni með spýtu og sprautunál í gærkvöldi, að sögn Bjarkar. Starfsmaður verslunarinnar hlaut ekki líkamlegan skaða en fær áfallahjálp vegna atviksins.
Sjá fyrri frétt mbl.is: Vopnað rán í Pétursbúð