Skortur á starfsfólki úti á landi

Það lá vel á þessum iðnaðarmönnum í Helgafellslandinu í Mosfellsbæ …
Það lá vel á þessum iðnaðarmönnum í Helgafellslandinu í Mosfellsbæ þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar að garði fyrr í vikunni. Áformað er að byggja 300 íbúðir í Helgafellslandi á næstu tveimur árum. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Skort­ur er á iðnaðarmönn­um á lands­byggðinni og er út­lit fyr­ir að flytja þurfi inn vinnu­afl á næst­unni. Þetta seg­ir Friðrik Á. Ólafs­son, for­stöðumaður bygg­ing­ar­sviðs hjá SI, en hann er jafn­framt tengiliður við tíu meist­ara­fé­lög í bygg­ing­ariðnaði úti á landi.

Hann seg­ir ný­fram­kvæmd­ir á íbúðamarkaði og vegna hót­el­geir­ans hafa skapað fjölda starfa og að ann­ir séu vegna viðhalds­verk­efna í sum­ar.

„Það er skort­ur á iðnaðarmönn­um í bygg­ing­ar­geir­an­um. Mín skoðun er sú að ein­hverj­ir iðnaðar­menn séu á at­vinnu­leys­is­skrá sem ættu ekki að vera það. Þeir ættu að vera í öðrum úrræðum,“ seg­ir Friðrik í frétta­skýr­ingu í Morg­un­blaðinu í dag og vís­ar m.a. til ein­stak­linga sem hafa orðið skerta starfs­getu og geta því ekki leng­ur unnið lík­am­lega erfið störf. Friðrik tel­ur að vegna skorts á iðnaðarmönn­um verði leitað að vinnu­afli utan land­stein­anna.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka