Utanríkisráðuneytið hefur tilkynnt um flutninga sendiherra sem taka gildi 1. september næstkomandi. Einnig verða tveir starfsmenn utanríkisþjónustunnar gerðir að sendiherrum. Breytingarnar eru eftirfarandi:
<ul> <li>Guðmundur Eiríksson flyst frá Nýju Delí til starfa í ráðuneytinu.</li> <li>Þórir Ibsen flyst frá sendiráðinu í Brussel til sendiráðsins í Nýju Delí.</li> <li>Bergdís Ellertsdóttir flyst frá ráðuneytinu til sendiráðsins í Brussel.</li> <li>Benedikt Jónsson flyst frá sendiráðinu í London til sendiráðsins í Kaupmannahöfn.</li> <li>Sturla Sigurjónsson flyst frá sendiráðinu í Kaupmannahöfn til sendiráðsins í Ottawa.</li> <li>Þórður Ægir Óskarsson flyst frá sendiráðinu í Ottawa til sendiráðsins í London. </li> </ul>Þá hafa Hermann Örn Ingólfsson og Jörundur Valtýsson verið fluttir úr embættum skrifstofustjóra og sendifulltrúa yfir í embætti sendiherra. Hermann gegnir áfram starfi skrifstofustjóra alþjóða- og öryggisskrifstofu utanríkisráðuneytisins og Jörundur gegnir áfram starfi utanríkismálaráðgjafa í forsætisráðuneyti.