Þórir Ibsen fluttur til Indlands

Þórir Ibsen fer frá Brussel til Nýju Delí.
Þórir Ibsen fer frá Brussel til Nýju Delí. Ómar Óskarsson

Utanríkisráðuneytið hefur tilkynnt um flutninga sendiherra sem taka gildi 1. september næstkomandi. Einnig verða tveir starfsmenn utanríkisþjónustunnar gerðir að sendiherrum. Breytingarnar eru eftirfarandi:

<ul> <li>Guðmundur Eiríksson flyst frá Nýju Delí til starfa í ráðuneytinu.</li> <li>Þórir Ibsen flyst frá sendiráðinu í Brussel til sendiráðsins í Nýju Delí.</li> <li>Bergdís Ellertsdóttir flyst frá ráðuneytinu til sendiráðsins í Brussel.</li> <li>Benedikt Jónsson flyst frá sendiráðinu í London til sendiráðsins í Kaupmannahöfn.</li> <li>Sturla Sigurjónsson flyst frá sendiráðinu í Kaupmannahöfn til sendiráðsins í Ottawa.</li> <li>Þórður Ægir Óskarsson flyst frá sendiráðinu í Ottawa til sendiráðsins í London. </li> </ul>

Þá hafa Hermann Örn Ingólfsson og Jörundur Valtýsson verið fluttir úr embættum skrifstofustjóra og sendifulltrúa yfir í embætti sendiherra. Hermann gegnir áfram starfi skrifstofustjóra alþjóða- og öryggisskrifstofu utanríkisráðuneytisins og Jörundur gegnir áfram starfi utanríkismálaráðgjafa í forsætisráðuneyti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert