Nýjustu laxveiðitölur frá Landssambandi veiðifélaga þykja ekki vera til marks um gott veiðiár og það sem af er sumri hefur veiðst miklu minna af laxi en gengur og gerist í meðalári.
Í umfjöllun um laxveiðina í sumar í Morgunblaðinu í dag segir Óðinn Sigþórsson, formaður Landssambands veiðifélaga, tölurnar í ár koma mönnum gjörsamlega í opna skjöldu.
Hann segir miklar sveiflur í afla á milli ára verðugt rannsóknarefni. Ólíklegt megi teljast að sumarið í ár nái sömu veiðitölum og í meðalári. Sigurður Guðjónsson, forstjóri Veiðimálastofnunar, segir að erfitt sé fyrir vísindamenn að spá um laxveiðina.