„Ég skil ekki mennina“

Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins.
Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Ég skil ekki menn­ina. Þeir sitja uppi með þessa skoðun en við höf­um í miðstjórn flokks­ins tekið eins ákveðið og vel á þessu máli og hægt er,“ seg­ir Sigrún Magnús­dótt­ir, þing­flokks­formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, aðspurð um viðbrögð við úr­sögn Hreiðars Ei­ríks­son­ar og Þor­steins Magnús­son­ar úr flokkn­um.

Hreiðar og Þor­steinn hafa báðir sagt sig úr flokkn­um í liðinni viku vegna mosku­máls­ins svo­kallaða. Telja þeir báðir að málið hafi ekki verið gert upp með viðeig­andi hætti inn­an flokks­ins. Þá höfðu þrír aðrir áhrifa­menn áður gert hið sama, þ.e. Ómar Stef­áns­son, Jenný Jóakims­dótt­ir og Ásta Hlín Magnús­dótt­ir.

Sigrún bend­ir á að álykt­un hafi verið samþykkt á miðstjórn­ar­fundi þar sem skír­skotað var til stefnu flokks­ins varðandi málið. „Miðstjórn­in er æðsta vald flokks­ins milli flokksþinga, þannig að æðsta stjórn flokks­ins hef­ur sagt sitt. Þannig geng­ur bara póli­tík fyr­ir sig. Meiri­hlut­inn ræður,“ seg­ir hún.

Skynjuðu ekki fé­lags­hyggj­una

„Þetta eru til­tölu­lega nýir menn í flokkn­um en við vor­um ánægð með þá og lyft­um þeim til vegs og virðing­ar og kus­um í okk­ar æðstu stjórn, kjör­dæma­sam­bandið. Þar að auki er Þor­steinn Magnús­son varaþingmaður. Þess­ir menn fengu skjót­an fram­gang inn­an flokks­ins en hafa ekki skynjað fé­lags­hyggj­una. Það er ekki einn formaður sem ræður allri umræðu og þá síst um hvað talað er í ein­stök­um sveit­ar­fé­lög­um,“ seg­ir Sigrún.

Seg­ir um­mæl­in „absúrd“

Í pist­il sem Hreiðar Ei­ríks­son birti á Face­book síðu sinni, þar sem hann til­kynn­ir úr­sögn­ina, seg­ir hann viðbrögð for­manns­ins og annarra for­ystu­manna flokks­ins eft­ir kosn­ing­una hafa verið slík að vart væri hægt að skilja þau öðru­vísi en full­an stuðning við íslama­fób­ísk­an áróður. Sigrún seg­ir um­mæl­in vera „absúrd“. „Ég er bara í upp­gjöf og skil þetta bara ekki. Við höld­um fund og árétt­um okk­ar stefnu. Hvernig í ósköp­un­um get­um við verið að taka und­ir þetta? Það er ekki hægt að taka fast­ar á þessu mál en þegar hundrað manns ít­reka á hvað við trú­um. Hvort veg­ur meira, tal tveggja manna eða yfir hundrað manna?“

„Menn hljóta að skilja að þegar samþykkt er fall­in á fjöl­menn­um fundi með öll­um greidd­um at­kvæðum geta þeir ekki sagt sig úr flokkn­um vegna þess að þeir vildu orða til­lög­una öðru­vísi. Þetta er bara ótrú­leg­ur skort­ur á fé­lags­hæfni, það er að skynja út á hvað fé­lags­skap­ur geng­ur en stjórn­mála­flokk­ur er ekk­ert nema út­víkk­un á því,“ seg­ir hún.

„Þeir bera fyrst og fremst ábyrgðina“

„Finnst þér ekki skrýtið að menn sendi yf­ir­lýs­ing­ar á fjöl­miðla þegar þeir segja sig úr flokki? Menn eru sí­fellt að ganga í og úr flokk­um. Af hverju börðu þeir ekki í borðið í kosn­inga­bar­átt­unni?“ spyr Sigrún og seg­ir þá báða hafa setið í kjör­dæma­sam­bandi og hafa sem slík­ir borið ábyrgð á fram­boðinu. „Þegar menn sitja sjálf­ir í kjör­dæma­sam­bandi taka þeir líka á sig ábyrgð. Það eru eig­in­lega fyrst og fremst þeir sem eru ábyrgðar­menn­irn­ir. Það voru þeir sem völdu þær í fram­boðið. Sig­mund­ur Davíð eða ég sem þing­flokks­formaður kom­um ekki þar ná­lægt.“

Reyndi að setja málið í víðara sam­hengi

Þá seg­ir hún úr­sögn þeirra afsanna það að mosku­málið hafi verið spunnið upp af stjórn flokks­ins, stjórn sem þeir báðir sátu í. „Af­sögn þeirra sann­ar hvað þetta kom öll­um á óvart. Fram­bjóðandi fer að svara spurn­ing­um og er á móti staðsetn­ingu mosku.“

„Einu sinni í Kópa­vogi átti að rísa þar kirkja. Hún átti að vera upp á hól. Fjölda­hreyf­ing mót­mælti því að hún yrði byggð á svo áber­andi stað og hún færð í slakk­ann. Ég ímynda mér ekki að Kópa­vogs­bú­ar séu trú­leys­ingj­ar. Það hafa alltaf verið deil­ur um staðsetn­ing­ar.“ 

Í frétta­til­kynn­ingu Þor­steins þar sem hann til­kynnti úr­sögn sína sagði hann boðskap­ Fram­sókn­ar í aðdrag­anda kosn­ing­anna hafa mátt skilja sem svo að fram­boðið teldi að með til­komu mosku í Reykja­vík ykj­ust lík­ur á ýms­um sam­fé­lags­leg­um vand­mál­um, þ. á m. lög­brot­um.

Sigrún seg­ir Svein­björgu hafa verið að setja málið í víðara sam­hengi. „Kon­an var í miðri kosn­inga­bar­áttu og fór út á þenn­an víg­völl. Í góðsemi benti hún fólki á að skoða þessi mál og hvort menn læsu um að verið væri að setja lög í Svíþjóð.“

Sigrún seg­ist ánægð með störf Svein­bjarg­ar og Guðfinnu, sem skipa 1. og 2. sæti flokks­ins í Reykja­vík. „Þær báðar eru hörku­kon­ur. Vita­skuld er ég ánægð með svona mynd­ar­leg­ar og öfl­ug­ar kon­ur.“

Þorsteinn Magnússon.
Þor­steinn Magnús­son.
Hreiðar Eiríksson
Hreiðar Ei­ríks­son Mynd/​Face­book
Efsta fólk á lista framsóknarmanna og flugvallarvina. Hreiðar er lengst …
Efsta fólk á lista fram­sókn­ar­manna og flug­vall­ar­vina. Hreiðar er lengst til vinstri og Svein­björg fyr­ir miðju. www.fram­sokn.is
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert