Gunnar Nelson enn ósigraður

Gunnar Nelson
Gunnar Nelson Eggert Jóhannesson

Bardagakappinn Gunnar Nelson vann í kvöld sigur á Zak Cummings í UFC bardaga sem fram fór í Dyflinni. Gunnar lenti í nokkrum vandræðum með Zak strax í fyrstu lotu, fékk á sig þung högg og náði sjálfur ekki að ógna andstæðingi sínum að ráði. Í annarri lotu náði hann Zak hins vegar niður og þá var ekki að spyrja að leikslokum.

Eftir að Gunnar náði Zak niður í gólfið, hélt hann honum í góðu taki og lét höggin dynja á andliti Zaks. Alblóðugur gafst Zak að lokum upp, rétt áður en tíminn rann út í annarri lotu. 

Zak er 29 ára gam­all og kem­ur frá Texas, hann er um 84 kíló en Gunn­ar um 77 kíló.  Á heimasíðu Zak kem­ur fram að hann hafi unnið sautján bar­daga, náð fjór­um rot­högg­um og tapað tíu bar­dög­um. Hann hef­ur ein­ung­is tapað ein­um af síðustu átta bar­dög­um sín­um og er ósigraður í UFC keppn­inni.

Gunn­ar hef­ur hins­ veg­ar unnið þrettán bar­daga en náði jafn­tefli í sín­um fyrsta MMA bar­daga sem fór fram í Kaup­manna­höfn þann 5. maí árið 2007, að því fram kem­ur á heimasíðu Gunn­ars.

Frétt mbl.is: Gunnar í „súpergóðu formi“

Frétt mbl.is: Gunn­ar er harðsvírað hörku­tól

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert