Bláa laxinn vantar hormón

Laxinn blái á sundi sem veiddist fyrr í dag.
Laxinn blái á sundi sem veiddist fyrr í dag. Guðmundur R. Erlingsson

Blái lit­ur lax­ins sem veidd­ist í Elliðaán­um fyrr í dag staf­ar af óeðli­leg­um þroska heila­ding­uls­ins. Þetta af­brigði er þekkt hjá regn­bogasil­ungi en vanþrosk­un­in leiðir til þess að horm­ónið MSH vant­ar, en horm­ónið stjórn­ar húðlit dýra. Þetta er mat Björns Þránd­ar Björns­son­ar pró­fess­ors í fiska­lífeðlis­fræði við Gauta­borg­ar­há­skóla.

„Mér finnst lík­leg­ast að um svo­kallað kóbalt-af­brigði sé að ræða, en það er þekkt hjá regn­bogasil­ungi. Það verður misþrosk­un í hluta heila­ding­uls­ins sem ger­ir það að verk­um að horm­ónið MSH sem stjórn­ar litarfar­inu vant­ar. Þá fær fisk­ur­inn ekki sinn eðli­lega lit held­ur verður svona föl­blár og þess vegna er þetta kallað kóbalt-af­brigðið,“ seg­ir Björn Þránd­ur.

Aldrei heyrt um blá­an lax áður

Björn Þránd­ur kynnt­ist af­brigðinu í Jap­an þar sem það hef­ur verið rann­sakað. Af­brigðið er mjög sjald­gæft hjá regn­bogasil­ungi en Björn Þránd­ur seg­ist aldrei hafa heyrt um slíkt hjá laxi. 

Fisk­ur­inn virðist að öðru leyti vera heil­brigður. „Hann virðist þrosk­ast og dafna og þetta virðist ekki draga fisk­inn til dauða. Þetta er ekki bundið við fæðu eða um­hverfi held­ur er þetta van­sköp­un sem kem­ur ör­sjald­an fyr­ir. Þetta þekk­ist þó bæði í eld­is­fiski og villt­um fiski,“ seg­ir Björn Þránd­ur.

Þetta er ekki arf­geng­ur galli að mati Björns Þránd­ar held­ur er frek­ar um að ræða þrosk­un­ar­fræðilegt af­brigði „Þess vegna er lík­leg­ast ekki hægt að ala bláa laxa þó svo ein­hver vildi það, alla veg­anna ekki í augna­blik­inu,“ seg­ir Björn Þránd­ur.

Fyrri frétt­ir mbl.is

Blái lax­inn veidd­ur 

Björn Þrándur Björnsson, prófessor við Gautaborgarháskóla.
Björn Þránd­ur Björns­son, pró­fess­or við Gauta­borg­ar­há­skóla.
Laxinn var fagurblár að lit en missti lit sinn eftir …
Lax­inn var fag­ur­blár að lit en missti lit sinn eft­ir að hann var dreg­inn á land. Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert