Framkvæmdir á Þeistareykjum í fullum gangi

Um 50 manns starfa á Þeistareykjasvæðinu í sumar og fá …
Um 50 manns starfa á Þeistareykjasvæðinu í sumar og fá gott að borða. mbl.is/Birkir Fanndal

Undirbúningsframkvæmdir eru nú í fullum gangi hjá Landsvirkjun við Þeistareyki. Þingeyjarsveit hefur gefið Landsvirkjun framkvæmdaleyfi til að reisa þar 100 MW jarðhitavirkjun, sem ætlað er að útvega raforku til stóriðju á Bakka við Húsavík.

Skipulagsstofnun setti nokkur skilyrði fyrir því að framkvæmdaleyfi yrði veitt, og miða undirbúningsframkvæmdir við þau, samkvæmt upplýsingum Landsvirkjunar.

Í umfjöllun um framkvæmdirnar í Morgunblaðinu í dag segir, að á svæðinu starfi nú um 50 manns, bæði hjá Landsvirkjun og verktökum, einkum við vegagerð og boranir. Samhliða frágangi vega hefur verið hafist handa við uppgræðslu lands, í samráði við Umhverfisstofnun, Landgræðslu ríkisins og landeigendur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert