Selatalningin mikla næsta sunnudag

Selir á eyri við ós Sigríðarstaðavatns styggðust þegar flugvél nálgaðist …
Selir á eyri við ós Sigríðarstaðavatns styggðust þegar flugvél nálgaðist og renndu sér úr í hafið. mbl.is/Einar Falur Ingólfsson

Selatalningin mikla fer fram þann 27. júlí nk. Talningin byggir á þátttöku sjálfboðaliða sem vilja taka þátt í rannsóknarstörfum, ásamt því að njóta nærveru sela og náttúru.

100 kílómetra strandlengju á Vatnsnesi og Heggstaðarnesi í Húnaþingi vestra verður skipt niður í svæði og telja þátttakendur seli á sínu svæði. Að talningunni lokinni er niðurstöðum skilað til verkefnisstjóra.

Það er Selasetur Íslands á Hvammstanga sem stendur fyrir selatalningunni. Nauðsynlegt er að skrá þátttöku í síðasta lagi föstudaginn 25. júlí. Til að skrá sig og fá nánari upplýsingar er bent á netfangið info@selasetur.is og símanúmerið 451-2345.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert