„Hvað ætli einstakir frambjóðendur annarra flokka hafi oft talað þvert á stefnu flokka sinna án þess að flokksforystan brygðist sérstaklega við, hvað þá að aðrir flokkfélagar hafi sagt sig úr þeim? Ég væri margbúinn að segja mig úr Sjálfstæðisflokknum ef þetta eru gildar ástæður.“
Þetta segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Facebook-síðu sinni í tilefni af úrsögnum nokkurra framsóknarmanna úr Framsóknarflokknum að undanförnu vegna málflutnings frambjóðenda flokksins fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar um mosku í Reykjavík og viðbragða forystu hans við þeim.
„Hvarflar að manni að hvorki stefna Framsóknarflokksins né flokkshollusta skipti þetta brottskráða fólk máli og það kannski litið á Framsókn sem heppilegan stökkpall til pólitísks frama en flokkurinn sé það ekki lengur og því best að forða sér á flótta,“ segir hann.