Bílahjörðinni beitt á gróið land við Víti

Leiðsögumanninum Ingó Herbertssyni blöskraði aðkoma að gígnum Víti í Mývatnssveit …
Leiðsögumanninum Ingó Herbertssyni blöskraði aðkoma að gígnum Víti í Mývatnssveit um helgina. Ljósmynd/Ingó Herbertsson

„Flestir ættu að vita að akstur utan vega er bannaður hér á landi. Því skilja væntanlega einhverjir hvernig mér blöskraði þegar ég kom að stærðarinnar bílahjörð sem hafði verið beitt á gróið land.“

Þetta segir leiðsögumaðurinn Ingó Herbertsson en hann var ósáttur við þá sjón sem við honum blasti þegar hann heimsótti gíginn Víti í Mývatnssveit um helgina. Ingó segir bílastæðið á svæðinu ekki ná að anna þeim ferðamönnum sem sæki gíginn heim.

„Þetta bílastæði er fyrir löngu sprungið eins og flest önnur bílastæði við ferðamannastaði landsins. Á meðan ráðamenn dást að stórauknum fjölda erlendra ferðamanna og horfa fram hjá flestum vandamálum sem þeirri aukningu fylgja er náttúran úti á landi að drabbast niður,“ segir Ingó í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert