Íslendingar borða kannski SS-pylsur, en það er ekki þar með sagt að SS-pylsur séu íslenskar. Vegna skorts á íslensku nautakjöti hefur Sláturfélag Suðurlands tekið að blanda dönsku nautakjöti í pylsurnar. Viðskiptablaðið segir frá þessu.
Guðmundur Svavarsson, framleiðslustjóri SS á Hvolsvelli, segir í samtali við Viðskiptablaðið að stærstur hluti kjötsins sé þó íslenskur, en það sé drýgt með dönsku kjöti „sem uppfyllir allar okkar gæðakröfur“.
Þetta er tímabundin ráðstöfun, rétt yfir háannatímann eftir því sem fram kemur í Viðskiptablaðinu, og ekkert gleðiefni að mati Guðmundar. „Við byrjuðum á þessu seinni partinn í júní en munum taka þetta út seinna í sumar.“
Sjá nánar á vef Viðskiptablaðsins.