Danskt kjöt í SS-pylsum

Pylsugerð hjá Sláturfélagi Suðurlands.
Pylsugerð hjá Sláturfélagi Suðurlands. mbl.is/Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Íslend­ing­ar borða kannski SS-pyls­ur, en það er ekki þar með sagt að SS-pyls­ur séu ís­lensk­ar. Vegna skorts á ís­lensku nauta­kjöti hef­ur Slát­ur­fé­lag Suður­lands tekið að blanda dönsku nauta­kjöti í pyls­urn­ar. Viðskipta­blaðið seg­ir frá þessu.

Guðmund­ur Svavars­son, fram­leiðslu­stjóri SS á Hvols­velli, seg­ir í sam­tali við Viðskipta­blaðið að stærst­ur hluti kjöts­ins sé þó ís­lensk­ur, en það sé drýgt með dönsku kjöti „sem upp­fyll­ir all­ar okk­ar gæðakröf­ur“.

Þetta er tíma­bund­in ráðstöf­un, rétt yfir há­anna­tím­ann eft­ir því sem fram kem­ur í Viðskipta­blaðinu, og ekk­ert gleðiefni að mati Guðmund­ar. „Við byrjuðum á þessu seinni part­inn í júní en mun­um taka þetta út seinna í sum­ar.“

Sjá nán­ar á vef Viðskipta­blaðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert