Krefst tafarlauss vopnahlés

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson mbl.is/Golli

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, for­sæt­is­ráðherra, sendi í dag for­sæt­is­ráðherra Ísra­els bréf þar sem komið er á fram­færi al­var­leg­um áhyggj­um af stöðu mála á Gaza hvar mik­ill fjöldi óbreyttra borg­ara hef­ur látið lífið að und­an­förnu.

Hann for­dæm­ir árás­ir og of­beldi á báða bóga og kall­ar eft­ir taf­ar­lausu vopna­hléi svo hægt verði að koma nauðstödd­um til hjálp­ar.

Frétta­til­kynn­ing­in í heild sinni

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráðherra sendi í dag for­sæt­is­ráðherra Ísra­els bréf þar sem komið er á fram­færi al­var­leg­um áhyggj­um af stöðu mála á Gaza hvar mik­ill fjöldi óbreyttra borg­ara hef­ur látið lífið að und­an­förnu.

Í bréf­inu for­dæm­ir for­sæt­is­ráðherra árás­ir og of­beldi á báða bóga og kall­ar eft­ir taf­ar­lausu vopna­hléi svo hægt sé að koma nauðstödd­um til hjálp­ar og finna friðsam­leg­ar leiðir til lausn­ar deil­unni. Kem­ur einnig fram að rétt­ur Ísra­els til sjálfs­varn­ar sé viður­kennd­ur í sam­ræmi við alþjóðalög.

Í bréf­inu kall­ar for­sæt­is­ráðherra eft­ir því að Ísra­el axli sína ábyrgð á stöðu mála og láti þegar af hernaðaraðgerðum sín­um á Gaza sem séu gríðarlega um­fangs­mikl­ar og veki al­var­leg­ar spurn­ing­ar í ljósi alþjóðlegra skuld­bind­inga og mannúðarsjón­ar­miða. Seg­ir for­sæt­is­ráðherra að hernaðaraðgerðir séu síst til þess falln­ar að var­an­leg lausn ná­ist í deil­unni fyr­ir botni Miðjarðar­hafs.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert