Ráðherra skipar nýja sýslumenn

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra.
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra. mbl.is/Ómar

Ný lög um umdæmaskipan sýslumanna taka gildi um næstu áramót. Embættin verða 9 í stað 24 áður, og hefur innanríkisráðherra nú skipað nýja sýslumenn í embættin í kjölfar niðurstöðu sérstakrar valnefndar. Þeir munu taka til starfa um næstu áramót. 

Sýslumennirnir verða eftirfarandi:

  • Sýslumaður á Suðurlandi: Anna Birna Þráinsdóttir.
  • Sýslumaður í Vestmannaeyjum: Lára Huld Guðjónsdóttir.
  • Sýslumaður á Austurlandi: Lárus Bjarnason.
  • Sýslumaður á Norðurlandi eystra: Svavar Pálsson.
  • Sýslumaður á Norðurlandi vestra: Bjarni G. Stefánsson.
  • Sýslumaður á Vestfjörðum: Jónas Guðmundsson.
  • Sýslumaður á Vesturlandi: Ólafur K. Ólafsson.
  • Sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu: Þórólfur Halldórsson.
  • Sýslumaður á Suðurnesjum: Ásdís Ármannsdóttir.

Ný embætti sýslumanna munu taka til starfa um næstu áramót í samræmi við ný lög sem Alþingi samþykkti síðastliðið vor um breytingar á umdæmum sýslumanna og lögreglustjóra og aðskilnað embættanna.

„Það er afar ánægjulegt að svo öflugur hópur einstaklinga taki að sér þessi mikilvægu embætti sýslumanna í landinu. Sýslumannsembættin eru gamalgrónar og traustar stjórnsýslu- og þjónustustofnanir sem gegna mikilvægu hlutverki. Með sameiningu og fækkun embætta verða til stærri, öflugri og hagkvæmari rekstrareiningar sem eru betur í stakk búnar til að takast á við ný verkefni og efla þjónustu við almenning í landinu,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra í frétt á vef innanríkisráðuneytisins

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert