Rey Cup sett með pomp og prakt

Alþjóðlega knattspyrnumótið Rey Cup var sett í Laugardalnum í kvöld við hátíðlega athöfn. Öll lið mótsins gengu fylktu liði í skrúðgöngu inn á gervigrasvöllinn í Laugardal. 

Mótið sjálft hefst svo strax á morgun með riðlakeppninni. Stendur það fram á sunnudag þegar úrslitaleikirnir fara fram. Á laugardeginum er svo dansleikur á Hilton Nordica-hótelinu fyrir spennta keppendur. 

Alls eru 87 lið skráð til leiks og þýðir það að keppendur verða um 1.300 talsins. Ljóst er að mikið líf verður í Laugardalnum um helgina þar sem efnilegir krakkar munu etja kappi hvert við annað. 

Sjá Facebooksíðu Rey Cup

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert