Þrýsta á íslensk stjórnvöld

Frá síðasta útifundi Íslands-Palestínu sem haldinn var á Lækjartorgi.
Frá síðasta útifundi Íslands-Palestínu sem haldinn var á Lækjartorgi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Dag­ur B. Eggerts­son, borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur, mun flytja ávarp á úti­fundi sem hald­inn verður á Ing­ólf­s­torgi síðdeg­is um ástandið á Gaza. Til­gang­ur­inn með úti­fund­in­um er að lýsa yfir sam­stöðu með íbú­um Gaza, for­dæma árás­ir Ísra­els­hers og þrýsta á ís­lensk stjórn­völd að vera meira af­ger­andi í and­stöðunni við blóðbaðið.

Á sam­fé­lagsvefn­um Face­book hafa um tvö þúsund manns staðfest komu sína á úti­fund­inn og segja funda­hald­ar­ar að mynd­ast hafi þjóðarsamstaða um málið. Auk Fé­lags­ins Ísland – Palestína eru ís­lensk verka­lýðsfé­lög og stjórn­mála­flokk­ar meðal funda­boðenda að úti­fundi um Gaza í Reykja­vík síðdeg­is í dag. Þar má nefna Alþýðusam­band Íslands, Banda­lag starfs­manna rík­is og bæja, Banda­lag há­skóla­manna, Öryrkja­banda­lag Íslands, Kenn­ara­sam­band Íslands, SFR, Verka­lýðsfé­lag Akra­ness, Efl­ing, Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn, Sam­fylk­ing­in, Dög­un, Pírat­ar, VG, Sam­tök hernaðarand­stæðinga og Menn­ing­ar- og friðarsam­tök ís­lenskra kvenna, sem hafa lýst yfir þátt­töku sinni.

Fund­ur­inn er hald­inn und­ir kjör­orðunum: „Stöðvum blóðbaðið á Gaza taf­ar­laust, alþjóðlega vernd fyr­ir Palestínu­menn, burt með herkvína um Gaza, niður með her­námið og frjáls Palestína“.

Að lokn­um fundi verður gengið að Stjórn­ar­ráðinu með minn­ing­ar­krans með borða sem á eru skráð nöfn meira en 600 fórn­ar­lamba hernaðar Ísra­els hingað til. Við það tæki­færi verður for­sæt­is­ráðherra af­hent álykt­un fund­ar­ins. Þar sem for­sæt­is­ráðherra er stadd­ur er­lend­is mun aðstoðarmaður hans, Jó­hann­es Skúla­son, taka við álykt­un­inni og ávarpa fund­inn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert