Forsetinn vakti lukku meðal skáta

Ólafur Ragnar í góðu yfirlæti á Landsmóti skáta í gær.
Ólafur Ragnar í góðu yfirlæti á Landsmóti skáta í gær.

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, heimsótti Landsmót skáta á Hömrum við Akureyri í gærkvöldi. Forsetinn fór um mótssvæðið og kynnti sér mótið og aðstæður á Hömrum, heilsaði upp á íslenska og erlenda skáta og gæddi sér á góðgæti á nokkrum stöðum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Eftir að hafa gengið um svæðið var forsetanum boðið til kvöldverðar í einum skátabúðunum og í framhaldi af því í kvöldkaffi hjá öðrum skátahópi. Þar gaf forsetinn sér tíma til að ræða við skátana og vakti það mikla lukku meðal erlendu skátanna. Að lokum var farið á torgavarðeld þar sem forsetinn sagði nokkur orð við þátttakendur.

Ólafur Ragnar umkringdur skátum.
Ólafur Ragnar umkringdur skátum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert