„Þetta er spennandi verkefni og nýtt. Það er mikil tilhlökkun sem fylgir því,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, en hann var í dag skipaður lögreglustjóri á Suðurnesjunum frá og með áramótunum.
„Ég þekki lögreglustjórnina vel hvað varðar héraðið sjálft en það er nýtt og margt spennadi sem fylgir því að vera lögreglustjóri á flugvellinum líka,“ segir Ólafur en hann var skipaður sýslumaður á Selfossi árið 2002.
„Ég er afar sáttur við minn hlut og tel að ráðherra hafi sýnt mér virðingu og sóma með þessu,“ segir Ólafur. Hann hefur enn ekki ákveðið hvort og þá hvenær hann muni flytja þangað. „Það tekur einhvern tíma að greiða úr því og það er næsta skref. En ég mun mæta í vinnuna,“ segir Ólafur léttur í bragði.
Sjá frétt mbl.is um skipanir lögreglustjóra á landinu.