Segja Dag hafa notið bílafríðinda umfram aðra

Borg­ar­ráðsfull­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins lögðu fram bók­un á fundi í dag þar sem þeir telja að einn borg­ar­full­trúi hafi notið bíla­fríðinda hjá borg­inni um­fram aðra borg­ar­full­trúa í veru­leg­um mæli án þess að form­leg ákvörðun hafi verið tek­in sem heim­ili slíkt. 

Á fundi borg­ar­ráðs 22. maí sl. lögðu borg­ar­full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins fram fyr­ir­spurn um notk­un Dags B. Eggerts­son­ar á bif­reiðum í eigu Reykja­vík­ur­borg­ar. Telja þeir svarið sem barst frá staðgengli borg­ar­stjóra í dag vera óljóst. Af svar­inu telja þeir að megi ráða að hann hafi notið bíla­fríðinda um­fram aðra í veru­leg­um mæli. 

Í svar­inu kem­ur fram að ann­ars veg­ar hafi borg­ar­full­trú­inn haft af­not af bíl borg­ar­stjóra þegar hann gegndi starfs­skyld­um staðgengils hans og stöku sinn­um í op­in­ber­um er­inda­gjörðum á veg­um Reykja­vík­ur­borg­ar. Hins veg­ar hafi borg­ar­full­trú­an­um staðið til boða af­not af tveim­ur öðrum bif­reiðum til slík­um í op­in­ber­um er­inda­gjörðum.

„Marg­ir aðrir borg­ar­full­trú­ar eru mikið á ferðinni í op­in­ber­um er­inda­gjörðum án þess að þeim standi til boða af­not af bif­reiðum borg­ar­inn­ar eins og gerst hef­ur í þessu til­viki. Brýnt er að skýr­ar regl­ur gildi um bíla­fríðindi kjör­inna full­trúa og að komið verði í veg fyr­ir notk­un þeirra á bif­reiðum Reykja­vík­ur­borg­ar án þess að skýr heim­ild liggi fyr­ir um slíkt,“ seg­ir í bók­un­inni. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka