Launaþróun minnir á árin fyrir hrun

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. mbl.is/Ernir

Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, segir að launaþróunin hér á landi sé að mörgu leyti farin að minna á árin fyrir hrun bankanna. „Ég held að það sé rétt að minna á að slík tímabil hafa ekkert endað sérstaklega vel,“ sagði hann í fréttum Bylgjunnar í dag.

Hann sagði að taka þyrfti launahækkanir bæði forstjóra og millistjórnenda alvarlega. Samkvæmt nýju tekjublaði Frjálsar verslunar hækkuðu laun forstjóra um 13% á milli ára og næstráðenda um 35-40%. Á sama tíma hefur launavísitalan hækkað um tæp 6%.

Gylfi sagði jafnframt að þessar launahækkanir væru ekki í samræmi við það sem lagt var upp með í vetur. Ábyrg efnahagsstjórn hefði verið markmiðið, þar sem launaþróunin væri svipuð á milli stétta. Hann bætti við að aðildarfélög ASÍ myndu hafa þessar launahækkanir forstjóra og millistjórnenda í huga þegar gengið yrði til næstu kjarasamninga.

Taka þyrfti hækkanirnar alvarlega.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert