TF-LIF, þyrla Landhelgisgæslunnar, sótti í kvöld veikan erlendan ferðamenn í Drekaskála norðan við Vatnajökul. Í sömu ferð var veikur maður um borð í rútu við Dyngjuháls, norðvestan við Kárahnjúka, sóttur, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni.
Þyrlan er nú á leið til borgarinnar með báða sjúklingana.