Kæra fyrrverandi stjórnendur Lifandi markaðar

Mynd/Lifandi markaður

Heildsalan Innnes ehf. hefur kært fyrrverandi stjórnendur Lifandi markaðar fyrir fjársvik og blekkingar.

Í kærunni kemur fram að Lifandi markaður hafi lagt inn pantanir hjá Innnesi eftir að fyrirtækið hafði óskað eftir gjaldþrotaskiptum. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Óskað var eftir gjaldþrotaskiptum hinn 26. júní og var fyrirtækið úrskurðað gjaldþrota 4. júlí sl. Í millitíðinni samdi fyrirtækið við Innnes um greiðslur á eldri skuldum og frekari pantanir.

Fyrirtækið lofaði að fyrirgreiðsla væri væntanleg og eldri skuld yrði greidd niður á næstu þremur vikum og voru pantanir Lifandi markaðar því afgreiddar. 

Fréttir mbl.is um gjaldþrotaskipti Lifandi markaðar

Gló kaupir hluta af Lifandi markaði

Nýir eigiendur að Lifandi markaði

Lifandi markaður gjaldþrota

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert