Miklar annir voru í sjúkraflugi hjá Landhelgisgæslu Íslands um helgina. Alls voru fjórir sóttir með sjúkraflugi og fluttir á sjúkrahús.
Að sögn Stefáns Einarssonar, vaktstjóra hjá Landhelgisgæslunni er búið að vera mikið að gera í sjúkraflugi í sumar.
„Það er búið að vera mikið álag vegna fjölda ferðamanna á landinu,“ segir hann í Morgunblaðinu í dag.