Öskjuleið er ófær

Hálendisvegur F-88 inn í Herðubreiðarlindir og Öskju.
Hálendisvegur F-88 inn í Herðubreiðarlindir og Öskju. mbl.is/Una Sighvatsdóttir

Vegna vatnavaxta er norðanleiðin (F-88) inn í Öskju nú ófær nema fyrir breytta jeppa. Þeim, sem eiga leið í Öskju að norðan, er bent á að fara heldur veg 910 (austurleið). Mikill straumur ferðamanna hefur verið inn í Öskju, m.a. til að skoða ummerkin eftir skriðuna miklu sem þar varð í vikunni sem leið.

Norðurleiðin inn í Öskju liggur frá þjóðvegi 1 skammt austan Mývatns og þarf að þvera okkrar ár ár á leiðinni. Fremur þurrt hefur verið á hálendinu norðan Vatnajökuls að undanförnu en í dag hefur rignt og fyrir vikið vaxið í ám.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert