Betra er að ræða við Ísraela en slíta stjórnmálasambandi við þá. Þetta segir Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, á vefsíðu sinni. Segist hann þar hallast að því að rangt væri að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael vegna hernaðaraðgerða ríkisins á Gaza-ströndinni. Ef stjórnmálatengslin yrðu slitið þýddi það meðal annars að engir Íslendingar fengju að fara til Ísraels og Palestínu.
„Unga fólkið sem á undanförnum árum hefur farið til Palestínu til starfa þar hefur borið okkur fróðleik og haldið lifandi í hugum okkar því sem er að gerast. Þetta hefur verið ómetanlegt. Þá minni ég á að ríki getur haft sig rækilega í frammi hvort sem er á vettvangi SÞ eða þegar gesti ber að garði einsog gert var af Íslands hálfu gagnvart Ísrael og Palestínu í tíð síðustu ríkisstjórnar,“ segir Ögmundur.