Dróni á flugi yfir þjóðhöfðingjum á Þingvöllum

Dróni á flugi.
Dróni á flugi.

Heimsóknum ferðamanna í þjóðgarðinn í Þingvöllum hefur fjölgað um 25% í sumar og stefnir í að yfir 600 þúsund ferðamenn komi í hann. Með öllum þeim sem aka í gegn fer fjöldinn vel yfir milljón.

Þjóðgarðsvörður glímir ekki aðeins við fjölgun ferðamanna heldur hefur einnig borið á kvörtunum yfir umferð flygilda um svæðið, eða svonefndra dróna sem ferðamenn setja á loft með fjarstýringu, að því er fram kemur í umfjöllun um gestakomur á Þingvelli.

Eru jafnvel dæmi um að dróni hafi verið sett á loft þegar þjóðhöfðingi kom að Lögbergi. Öryggisvörðum í fylgdarliði hans hafi ekki staðið á sama.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert