Fjórir óku undir áhrifum

Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Fjórir ökumenn voru stöðvaðir í gærkvöldi og í nótt, allir grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Voru þeir látnir lausir að lokinni blóðsýnatöku.

Einn þeirra ók um án ökuréttinda og var bifreið hans þar að auki ótryggð. Þá var kona handtekin, grunuð um fíkniefnamisferli, en var hún látin laus að lokinni skýrslutöku. 

Tilkynnt var um rúðubrot í Nýju Postulakirkjunni í gærkvöldi. Ekki er vitað hver braut rúðuna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert