Geir Haarde skipaður sendiherra

Geir Haarde
Geir Haarde

Ut­an­rík­is­ráðherra skipaði í dag þá Geir H. Haar­de, fyrr­ver­andi for­sæt­is- og ut­an­rík­is­ráðherra, og Árna Þór Sig­urðsson, alþing­is­mann og fyrr­ver­andi formann ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar, sendi­herra í ut­an­rík­isþjón­ust­unni.

Skip­un­in tek­ur gildi frá og með 1. janú­ar 2015.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu Ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins frá því í kvöld.

Geir H. Haar­de sat á Alþingi í um tutt­ugu ár þar sem han gegndi lengst af starfi fjár­málaráðherra, á ár­un­um 1998 til 2005. Þá var hann ut­an­rík­is­ráðherra 2005 til 2006 og for­sæt­is­ráðherra 2006 til 2009. Hann var vara­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins 1999 til 2005 og formaður hans frá 2005 til árs­ins 2009 þegar hann lét af stjórn­mála­störf­um.

Árni Þór Sig­urðsson hef­ur setið á Alþingi frá ár­inu 2007 fyr­ir Vinstri hreyf­ing­una - grænt fram­boð. Hann var starf­andi formaður þing­flokks VG 2010 til 2011 og formaður þing­flokks­ins árið 2011. 

Ekki er ljóst hvar þeir munu gegna störf­um en að sögn Gunn­ars Braga Sveins­son­ar, ut­an­rík­is­ráðherra er ekki heim­ilt að gefa það upp áður en gisti­ríkið hef­ur samþykkt til­nefn­ing­una. Sam­kvæmt heim­ild­um mbl fer Geir þó að lík­um til Washingt­on þar sem hann mun taka við starfi sendi­herra Íslands í Banda­ríkj­un­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert