Samningur um öryggis- og varnarmál

Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri, Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir …
Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri, Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar undirrituðu samninginn í dag.

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra undirrituðu í dag samning sem felur Ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslu Íslands að sinna framkvæmd verkefna á grundvelli varnarmálalaga.

Um er að ræða frekari útfærslu á samkomulagi frá 11. desember 2010 um ráðstöfun verkefna er Varnarmálastofnun fór áður með. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.

Með samningnum er einnig fest í sessi formlegt samskipta- og samráðsferli forsætisráðuneytis, utanríkisráðuneytis og innanríkisráðuneytis um öryggis- og varnarmál.

„Samningurinn festir í sessi fyrirkomulag verkefna sem Landhelgisgæslan og Ríkislögreglustjóri hafa sinnt afar vel og gerir okkur betur kleift að vinna að langtímaáætlunum í þessum mikilvæga málaflokki", er haft eftir Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra í fréttatilkynningu í tilefni af undirrituninni.

Auk þeirra Gunnars Braga og Hönnu Birnu undirrituðu samninginn Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, og Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri. 

Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri, Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir …
Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri, Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar undirrituðu samninginn í dag.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert