Geta nú þvegið bílinn í Borgarnesi

Nú geta Borgnesingar þrifið bílana sína innan sveitarfélagsins.
Nú geta Borgnesingar þrifið bílana sína innan sveitarfélagsins. mbl.is/Golli

Fyrsta og eina bílaþvottaaðstaðan í Borgarnesi var opnuð í gær við bensínstöð OLÍS í bænum. Íbúar Borgarbyggðar hafa í langan tíma beðið bensínstöðvar í sveitarfélaginu að koma upp slíkri aðstöðu.

Sigurjón Bjarnason hjá OLÍS segir framkvæmdina gerða í samráði við bæjarstjórn. „Þetta er ekki beinlínis arðbær fjárfesting, en við erum að þjóna viðskiptavinum okkar og það er frábært að geta gert það. Menn hafa beðið eftir bílaþvottaaðstöðu lengi í Borgarnesi og loksins fá þeir slíka aðstöðu.“

Björn Bjarki Þorsteinsson, forseti bæjarstjórnar í Borgarbyggð, fagnar opnun bílaþvottaaðstöðunnar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert