Steinunn tekur sæti Árna

Steinunn Þóra Árnadóttir.
Steinunn Þóra Árnadóttir.

Stein­unn Þóra Árna­dótt­ir mun taka sæti Árna Þórs Sig­urðsson­ar á þingi þegar hann læt­ur af þing­störf­um. Ut­an­rík­is­ráðherra skipaði í gær þá Geir H. Haar­de, fyrr­ver­andi for­sæt­is- og ut­an­rík­is­ráðherra, og Árna Þór Sig­urðsson, alþing­is­mann Vinstri grænna og fyrr­ver­andi formann ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar, sendi­herra í ut­an­rík­isþjón­ust­unni frá og með 1. janú­ar 2015.

Stein­unn seg­ir það leggj­ast vel í sig að taka sæti á Alþingi. „Enda gef­ur maður ekki kost á sér of­ar­lega á lista nema vera reiðubú­inn til þess.“

Gunn­ar Bragi Sveins­son ut­an­rík­is­ráðherra seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið í gær ekki hægt að greina frá því að svo stöddu hvert ný­skipaðir sendi­herr­ar verða send­ir.

„Það er ekki hægt að greina frá því hvert þeir fara því áður en það er gert þurfa þeir að hljóta samþykki frá því ríki sem þeir fara til,“ seg­ir Gunn­ar Bragi. Spurður hvenær niðurstaðan ligg­ur fyr­ir svar­ar hann: „Það get­ur tekið bæði lang­an tíma og stutt­an. Þeir eru skipaðir frá og með ára­mót­um og er það sá tími sem við gef­um okk­ur í þetta.“

Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins mun Geir að lík­ind­um taka við starfi sendi­herra Íslands í Banda­ríkj­un­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert