Stjórnarflokkanna greinir á um skatta

Fjármálaráðherra vill að fleiri taki þátt í að borga virðisaukaskattinn.
Fjármálaráðherra vill að fleiri taki þátt í að borga virðisaukaskattinn. mbl.is/Golli

Þótt sátt sé í öll­um meg­in­drátt­um á milli stjórn­ar­flokk­anna um niður­stöður stóru mál­anna í fjár­laga­frum­varpi Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­málaráðherra, er ágrein­ing­ur um með hvaða hætti eigi að breyta virðis­auka­skatt­kerf­inu.

Sjálf­stæðis­menn vilja lækka efra þrep skatts­ins úr 25,5% í 24,5% að lág­marki og hækka í áföng­um, neðra þrepið fyrst í 11%, svo í 14%, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Morg­un­blaðsins. Jafn­framt vilja sjálf­stæðis­menn leggja af flest vöru­gjöld.

Ákveðnir fram­sókn­ar­menn eru því and­víg­ir að neðra þrepið, 7% skatt­ur­inn, oft nefnt mat­ar­skatt­ur­inn, verði hækkað. Eng­in niðurstaða hef­ur enn feng­ist í þetta ágrein­ings­mál stjórn­ar­flokk­anna, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert