Vaxtabætur lækka um helming

Þeir sem fá fyrirframgreiddar vaxtabætur á hverjum ársfjórðungi hafa vafalítið tekið eftir að þær eru umtalsvert lægri þennan ársfjórðung en þær voru á síðasta ári.

Ástæðan er sú að tímabundin hækkun á hámarksfjárhæð vaxtabóta féll úr gildi um síðustu áramót. Af því leiðir að samkvæmt gildandi lögum verður hámark vaxtabóta, sem koma til útborgunar 2015, um helmingi lægra en á þessu ári, eins og segir á síðu Ríkisskattstjóra.

Barnabætur, vaxtabætur og ofgreiddur skattur verður greiddur út á morgun.

Lægri vaxtabætur vegna meiri tekna og betri eignastöðu

Í tilkynningu sem fjármálaráðuneytinu sendi frá sér á mánudaginn segir að almennar vaxtabætur vegna vaxtagjalda af lánum til kaupa á íbúðarhúsnæði, sem einstaklingar greiddu af á árinu 2013, nema 8 milljörðum króna. Það er 8,4% lækkun milli ára.

Tæplega 42 þúsund fjölskyldur fá almennar vaxtabætur, sem er um 6,6% færri fjölskyldur en árið áður. Lækkun vaxtabóta skýrist einkum af hækkun tekna og raunlækkun íbúðarskulda, sem hvort tveggja skerðir bæturnar, en einnig var tekjuskerðingarhlutfallið hækkað úr 8% í 8,5% til að beina bótunum betur að tekjulægri heimilum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert