Brúin kostar 460 milljónir

Opnað var fyrir umferð yfir nýja Múlakvíslarbrú um síðustu mánaðamót. …
Opnað var fyrir umferð yfir nýja Múlakvíslarbrú um síðustu mánaðamót. Brúin er mikil smíði en hún verður vígð 6. ágúst við athöfn. mbl.is/Jónas Erlendsson

Í jökulhlaupinu úr Mýrdalsjökli árið 2011 eyðilagðist brúin yfir Múlakvísl og vegurinn þar í kring. Nú hefur verið opnuð ný brú yfir Múlakvísl og vegurinn í kring lagfærður.

Í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að áætlaður heildarkostnaður er um 1,2 milljarðar króna. Þar af kostnaður við brúna 460 milljónir, við veginn 200 milljónir og 300 milljónir vegna varnargarða upp með ánni. Kostnaður vegna bráðabirgðaaðgerða í kjölfar jökulhlaupsins aðfaranótt 9. júlí 2011 130 milljónir.

Nýja brúin verður vígð 6. ágúst. Framkvæmdir voru á undan áætlun, en gert var ráð fyrir að smíði brúarinnar yrði lokið 1. september. Umferð var hleypt á brúna, sem er tvíbreið, um síðustu mánaðamót en framkvæmdir hófust í ágúst 2013.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert