Kveikt verður á friðarsúlunni í Viðey þann 7. ágúst vegna ástandsins á Gaza. Yoko Ono tilkynnti um þetta á Facebook síðu sinni í kvöld.
Þar segist hún vera harmi slegin yfir því hversu mörg saklaus börn hafa látið lífið í átökunum og vonar að ofbeldið taki strax enda.
Yfir 1.450 Palestínumenn, aðallega óbreyttir borgarar, og yfir sextíu Ísraelsmenn, aðallega hermenn, hafa látist frá því að stríðið milli Ísraelshers og Hamas braust út fyrir 25 dögum.
Þriggja sólarhringa langt vopnahlé átti að hefjast klukkan fimm í morgun, átta að staðartíma, en það var rofið innan nokkurra klukkustunda þegar Hamas-liðar hófu árásir yfir landamærin að Ísrael í morgun. Þá létust að minnsta kosti fjörtíu manns í árás ísraelska hersins á borgina Rafah á Gaza-svæðinu í dag.