Friðarsúlan tendruð vegna Gaza

Yoko Ono við friðarsúluna í Viðey.
Yoko Ono við friðarsúluna í Viðey. mbl.is/Kristinn

Kveikt verður á friðarsúlunni í Viðey þann 7. ágúst vegna ástandsins á Gaza. Yoko Ono tilkynnti um þetta á Facebook síðu sinni í kvöld.

Þar segist hún vera harmi slegin yfir því hversu mörg saklaus börn hafa látið lífið í átökunum og vonar að ofbeldið taki strax enda.

Yfir 1.450 Palestínu­menn, aðallega óbreytt­ir borg­ar­ar, og yfir sex­tíu Ísra­els­menn, aðallega her­menn, hafa lát­ist frá því að stríðið milli Ísra­els­hers og Ham­as braust út fyr­ir 25 dög­um.

Þriggja sólarhringa langt vopnahlé átti að hefjast klukkan fimm í morgun, átta að staðartíma, en það var rofið innan nokkurra klukkustunda þegar Ham­as-liðar hófu árás­ir yfir landa­mær­in að Ísra­el í morg­un. Þá létust að minnsta kosti fjörtíu manns í árás ísraelska hersins á borg­ina Rafah á Gaza-svæðinu í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka