„Ísland að vori er einstök upplifun. Milljónir fugla safnast saman, veðurfar og birta breytist á hverri sekúndu og landslagið endurspeglar síbreytilega litaflóru,“ segir Þjóðverjinn og Íslandsvinurinn Michael Schwarzmüller á ferðablogginu Stuck in Iceland.
Schwarzmüller kom til landsins í vor og dvaldi viku á Snæfellsnesi þar sem hann tók glæsilegar myndir af náttúruperlum og dýralífi svæðisins. Mynd hans af Kirkjufelli rataði á lista Mashable yfir fallegustu fjöll veraldar.
Hann kom áður til landsins áður árið 2012, en þá heimsótti hann Snæfellsnes fyrst.
„Markmiðið var fyrst og fremst að mynda hið þekkta fjall Kirkjufell og hinn fallega Kirkjufellsfoss,“ segir Schwarzmüller á blogginu.
Hann segir þjóðgarðinn Snæfellsjökul vera vel heimsóknarinnar virði, en þar myndaði hann hvítan heimskautaref og rjúpu í vetrarklæðum. Hann segir það vera „ótrúlega upplifun“ að mynda slík dýr í miklu návígi.
Nánar má lesa um ferðalag hans á ferðablogginu Stuck in Iceland.
Kirkjufell eitt af 17 fallegustu í heimi.