Maður handtekinn í Vesturbæ

Um sex lögreglubílar voru við JL-húsið nú um klukkan 23 í kvöld þar sem hvítur sendiferðabíll var stöðvaður. Ekki er vitað um hvað málið snýst, en vegfarandi hafði séð sendiferðabíllinn akandi á ofsahraða á göngustíg á leið út að Gróttu á Seltjarnarnesi um hálftíma áður. Svo virðist sem bíllinn hafi endað för sína hálfur ofan í holu á svæðinu. Að sögn vitnis á svæðinu var einn maður handtekinn af lögreglu á staðnum. Talið er að á leið sinni inn á svæðið hafi ökumaðurinn ekið niður hlið sem lokaði svæðið af. 

Að sögn vitnis hafði bílstjóri bílsins ekið um á golfvellinum á Seltjarnarnesi svo hætta skapaðist fyrir viðstadda. Munu vera sjáanleg ummerki á golfvellinum eftir aksturinn. 

Svo virðist sem aðgerðum lögreglu sé lokið, og dráttarbíll er nú að draga sendiferðabílinn í burtu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert