Bílstjóra sendibifreiðarinnar sem lögregla veitti eftirför í gærkvöldi hefur nú verið komið fyrir á viðeigandi stofnun, að sögn lögreglu, þ.e. á spítala. Ökumaðurinn var í annarlegu ástandi þegar lögregla handtók hann í gær og því ekki til viðræðu hæfur í skýrslutöku. Sú er enn raunin í dag, en veikinda bílstjórans vegna þarf að fresta skýrslutöku enn frekar.
Eins og fram hefur komið slasaðist enginn við eftirför lögreglu í gær, en tjón varð á tveimur lögreglubílum. Sendibifreiðinni verður skilað aftur til eigenda, en ekki liggur fyrir hver það er.
Málið er enn til rannsóknar, að sögn lögreglu.
Sjá fyrri fréttir mbl.is:
Ömmurnar spila þrátt fyrir eftirför
Eftirförin í gærkvöldi: Myndskeið