Búast má við tugþúsundum gesta á Dalvík um helgina

Þröngt var á þingi á fiskideginum mikla á Dalvík í …
Þröngt var á þingi á fiskideginum mikla á Dalvík í fyrra. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Fiskidagurinn mikli verður haldinn með pomp og prakt yfir helgina á Dalvík. Búast má við tugþúsundum gesta en þéttsetin dagskrá verður í boði fyrir þá sem leggja leið sína þangað.

Þar má nefna fjölskylduratleik, Fiskidagsmót í golfi, grillgleði, tónleika, flugeldasýningu og margt fleira.

Margar girnilegar veitingar verða í boði og í fyrsta sinn verður boðið upp á fiskipylsur. Reynt verður að slá heimsmet með því að baka 80 fermetra stóra saltfiskpítsu, að því er fram kemur í umfjöllun um hátíðina í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert