Fjölgun um 81% á 10 árum

Flugfélagið Flybe flýgur á milli Keflavíkur og Birmingham
Flugfélagið Flybe flýgur á milli Keflavíkur og Birmingham

Farþega­fjöldi um Leifs­stöð fór í fyrsta skiptið yfir hálfa millj­ón í nýliðnum júlí­mánuði, en þá fóru 546.749 farþegar um flug­stöðina.

Aukn­ing­in var 17,8% miðað við júlí­mánuð í fyrra. Í júlí­mánuði 2005 fóru 301.939 farþegar um Leifs­stöð. Á síðustu tíu árum hef­ur farþegum í júlí því fjölgað um tæp­lega 245 þúsund, eða um liðlega 81%.

Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Friðþór Ey­dal, upp­lýs­inga­full­trúi Isa­via,   þetta ekki eina metið sem slegið var í júlí, því Flug­stjórn­ar­miðstöðin í Reykja­vík gaf það út í gær, að aldrei hefðu fleiri flug­vél­ar flogið í ein­um mánuði um ís­lenska flug­stjórn­ar­svæðið en nú í júlí, en þær reynd­ust vera 14.548 tals­ins.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert