Fjölgun um 81% á 10 árum

Flugfélagið Flybe flýgur á milli Keflavíkur og Birmingham
Flugfélagið Flybe flýgur á milli Keflavíkur og Birmingham

Farþegafjöldi um Leifsstöð fór í fyrsta skiptið yfir hálfa milljón í nýliðnum júlímánuði, en þá fóru 546.749 farþegar um flugstöðina.

Aukningin var 17,8% miðað við júlímánuð í fyrra. Í júlímánuði 2005 fóru 301.939 farþegar um Leifsstöð. Á síðustu tíu árum hefur farþegum í júlí því fjölgað um tæplega 245 þúsund, eða um liðlega 81%.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi Isavia,   þetta ekki eina metið sem slegið var í júlí, því Flugstjórnarmiðstöðin í Reykjavík gaf það út í gær, að aldrei hefðu fleiri flugvélar flogið í einum mánuði um íslenska flugstjórnarsvæðið en nú í júlí, en þær reyndust vera 14.548 talsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert