Kynnt sem „power-lesbían“

mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is/Ómar Óskarsson

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir var í kvöld kynnt á sviðið í Silf­ur­bergi í Hörpu á opn­un­ar­hátíð Hinseg­in daga. Mik­il leynd var yfir komu Jó­hönnu og kom það gest­um skemmti­lega á óvart þegar for­sæt­is­ráðherr­ann fyrr­ver­andi steig á sviðið og flutti ávarp við frá­bær­ar und­ir­tekt­ir.

„Mörg okk­ar, sem hér eru sam­an kom­in, deil­um þeirri reynslu að hafa búið við ótta, sárs­auka, tog­streitu og sjálfs­ásak­an­ir sök­um þess að við þurft­um - eða töld­um okk­ur þurfa - að fela til­finn­ing­ar okk­ar vegna skiln­ings­leys­is um­hverf­is­ins.“ Svona hóf Jó­hanna ávarp sitt í kvöld. Þá þakkaði hún Sam­tök­un­um 78 fyr­ir að hefja rétt­inda­bar­áttu hinseg­in fólks og sagði sam­tök­in hafa upp­skorið ótrú­leg­an ár­ang­ur þótt oft hafi verið mikl­ar hindr­an­ir á veg­in­um.

Ísland í fremstu röð

„Nú á 21. öld­inni hafa flest­ir Íslend­ing­ar sem bet­ur fer losað sig við for­dóma í garð hinseg­in fólks og nú er Ísland í fremstu röð þjóða sem tryggja þess­um þjóðfé­lags­hópi jafn­an rétt á við aðra. Það er því gam­an að vera Íslend­ing­ur á er­lendri grund og geta sagt frá þess­ari þrot­lausu bar­áttu ykk­ar sem svo miklu hef­ur skilað.“

Jó­hanna vék einnig að ástand­inu víða í heim­in­um og sagði það þyngra en tár­um tæki að svo­kölluð anti-gay-lög skyldu vera í gildi í yfir 80 lönd­um og dauðadóm­ur lægi við sam­kyn­hneigð í allt að 10 lönd­um. 

Margt þarf að gera bet­ur

„Það sem helst kem­ur í veg fyr­ir vit­ræna umræðu um mál­efni hinseg­in fólks er vanþekk­ing. Það er al­gjör­lega ólíðandi ástand í heimi sí­vax­andi þekk­ing­ar,“ sagði Jó­hanna.

Þá sagði hún að gera þyrfti bet­ur, enda væri rétt­arstaða hinseg­in fólks víða verri í dag en hún var fyr­ir tveim­ur árum þegar Ban Ki-Moon, aðal­rit­ari Sam­einuðu þjóðanna, harmaði átak­an­leg­ar aðstæður sam­kyn­hneigðra. 

„Til dæm­is mætti skoða hvort ekki sé rétt að koma á lagg­irn­ar sér­stakri alþjóðlegri stofn­un und­ir for­merkj­um Sam­einuðu þjóðanna - stofn­un sem hefði það mark­mið að berj­ast af krafti gegn kúg­un og vanþekk­ingu í garð hinseg­in fólks alls staðar í heim­in­um.“

mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is/Ó​mar Óskars­son
mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is/Ó​mar Óskars­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert