Ferðaþjónusta gæti eyðilagst

Ulrike Friedrich, þýskur ferðamaður og Íslandsvinur, í þoku við rætur …
Ulrike Friedrich, þýskur ferðamaður og Íslandsvinur, í þoku við rætur Snæfellsjökuls. Ljósmynd/Heijo

„Hvert vilja Íslend­ing­ar stefna? Það þarf að vera ein­hver stefna til staðar þannig að ferðaþjón­ust­an fái ekki að vaxa al­gjör­lega stjórn­laust. Að öðrum kosti eyðileggst hún og ferðamenn munu fara eitt­hvert annað í leit að fal­legu og ró­legu um­hverfi og nátt­úru.“

Þetta seg­ir dr. Ulrike Friedrich, verk­efn­is­stjóri hjá þýsku geim­vís­inda­stofn­un­inni, sem ferðast hef­ur til Íslands tíu sinn­um frá ár­inu 1995, síðast í sum­ar.

Í sam­tali í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir hún gríðarleg­ar breyt­ing­ar hafa átt sér stað frá heim­sókn sinni árið 2011 og hef­ur þung­ar áhyggj­ur af áhrif­um fjölg­un­ar ferðamanna hér á landi.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka