„Rússarnir eru í slökkvistarfi“

Seldar voru makrílafurðir til Rússlands fyrir 10 milljarða í fyrra.
Seldar voru makrílafurðir til Rússlands fyrir 10 milljarða í fyrra.

Mikil óvissa ríkir um hvaða áhrif viðskiptabann Rússa muni hafa á íslenskan efnahag. Ísland seldi til Rússlands sjávarafurðir að andvirði 18 milljarðar króna í fyrra. Mest var selt til Rússlands af makrílafurðum, en þær námu 10 milljörðum króna.

Í umfjöllun um mál þetta íæ Morgunblaðinu í dag segir Friðleifur Friðleifsson, sölustjóri Iceland Seafood, rússnesk fyrirtæki vera að þreifa fyrir sér á Íslandi.

„Rússarnir eru að þreifa fyrir sér en í raun og veru er hálfgerð krísa hjá kaupendum okkar í Rússlandi, sem hafa margir hverjir verið að kaupa mikið af laxi og öðrum afurðum frá Noregi. Þeir eru núna í slökkvistarfi vegna viðskiptabannsins þannig að þeir eru uppteknir við að átta sig á stöðunni áður en þeir geta tekið ákvarðanir um framhaldið.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert