Búast við meiri hörku í kjaraviðræðum

Gylfi Arnbjörnsson
Gylfi Arnbjörnsson mbl.is/Eggert

Forysta ASÍ og aðildarsamtaka sambandsins telur að meiri harka verði í kjaraviðræðum í haust en í fyrra. Þetta kemur fram í frétt Viðskiptablaðsins. Gylfi segir í frétt Viðskiptablaðsins að:

„[...] það sé nokkuð þungt yfir mörgum í aðildarfélögum ASÍ sem telja sig hlunnfarna um launahækkanir sambærilegar þeim sem starfsmenn hins opinbera annars vegar og stjórnendur fyrirtækja hins vegar hafi samið um fyrir sitt leyti, á sama tíma og haldið hafi verið að almennu launafólki að sætta sig við hóflegar nafnlaunahækkanir.“

Forysta verkalýðsfélaganna segir litlar líkur á að launþegar fallist á hóflegar hækkanir, nú eftir að laun stjórnenda og ýmissa fagstétta hafi hækkað langt umfram þær hækkanir sem almennt launafólk féllst á.

Frétt Viðskiptablaðsins

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert