Framúrkeyrslan kemur ekki á óvart

Karl Garðarsson lengst til hægri ásamt fleiri þingmönnum.
Karl Garðarsson lengst til hægri ásamt fleiri þingmönnum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er óhjákvæmilegt að fjárþörf Landspítalans og sjúkratrygginga muni aukast til muna á komandi árum og framúrkeyrsla núna þarf ekki að koma á óvart. Ástæðurnar eru margar, ekki síst vaxandi lyfjakostnaður, auk þess sem meðalaldur þjóðarinnar fer sífellt hækkandi.“

Þetta segir Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, á Facebook-síðu sinni í dag. Hann segir stefnumótun nauðsynlega í málaflokknum til framtíðar þar sem svara þurfi stórum spurningum. Þar á meðal hvers konar heilbrigðiskerfi þjóðin hafi efni á, hvað hún ráði við og hvað þjóðin vilji gera í þeim efnum.

„Tel litlar líkur á að þverpólitísk sátt náist og á meðan er ekki tekið á málinu. Öldruðum mun t.d. fjölga um helming hér á skömmum tíma, samkvæmt spám. Munum við búa þeim áhyggjulaust ævikvöld?“ segir Karl og bætir við að hann stefni að því að leggja fram þingsályktun um málið í haust þar sem krafist verði slíkrar framtíðarstefnumótunar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert