Sveitarfélagið Rangárþing ytra undirbýr nýtt skipulag í Landmannalaugum sem felur í sér að gisting á svæðinu verði aflögð.
Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Kristinn Guðnason, fulltrúi sveitarfélagsins í dómnefnd um skipulag svæðisins, svæðið ekki þola að svo margir gisti þar.
„Stefna okkar er að uppbygging á gistingu fari fram í jaðri byggðar, ekki í óbyggðunum sjálfum. Með því getur almenningur upplifað Landmannalaugar eins og þær voru áður en fjöldi gesta í gistingu margfaldaðist. Landmannalaugar bera ekki öll þessa tjöld,“ segir Kristinn.