Bílasala á fyrstu sjö mánuðum ársins jókst um næstum þriðjung frá sama tímabili í fyrra. Þannig var heildarfjöldi nýskráninga í fólksbifreiðum frá 1. janúar til 31. júlí 7.674 en á sama tíma í fyrra var fjöldinn 5.823 og er vöxturinn 32%.
Þetta kemur fram í greiningu Brimborgar sem gerð var að beiðni Morgunblaðsins. Kemur þar jafnframt fram að hlutfall bílaleigubíla af nýskráningum, það er sölu, er 56% í ár, eða 4.295 bílar borið saman við 2.917 bíla í fyrra, sem var 50% af heildarsölunni.
Bílaleigur keyptu því 47,2% fleiri bíla þessa mánuði í ár en í fyrra. Þá má nefna að bílaleigurnar keyptu 627 bíla árið 2009. Salan til bílaleiga hefur nær sjöfaldast síðan, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgublaðinu í dag.