Fyrsta sauðfjárslátrun ársins var á Hvammstanga í gær. Þar var slátrað um sex hundruð kindum og fer lambakjötið allt ferskt á Bandaríkjamarkað.
Sláturhús KVH á Hvammstanga þjónar sælkeraverslunum Whole Foods Markets. Skrokkarnir eru sagaðir niður og sendir með flugi til Bandaríkjanna. Ef allt gengur að óskum verður kjötið komið í búðir strax eftir helgi.
Sláturhúsið hefur sinnt þessum útflutningi í nokkur ár. Fyrsta haustið fóru um 25 tonn af lambakjöti út en útflutningurinn jókst um 30-50% á ári þar til fyrir tveimur árum að hann var kominn í 200 tonn. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Magnús Freyr Jónsson framkvæmdastjóri stefnt að aukningu í 250 tonn.