Snjór í vesturhlíðum Eyjafjallajökuls er úr Fljótshlíð að sjá verulega minni en var um þetta leyti í fyrra.
Stórir skaflar eru horfnir og komnir eru fram auðir skallar þar sem áður var snjór, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.
Vísindamenn telja þetta ekki endilega helgast af hlýnun andrúmsloftsins. Stór áhrifaþáttur sé hins vegar að síðasta sumar var kalt, veturinn léttur og í sumar hlýtt en votviðrasamt.